Nóg komið af samviskukúgun borgarinnar í garð fatlaðra

þann 16. júní 2021 féll dómur í máli Kjartans Ólafssonar gegn Reykjavíkurborg

cw_Kjartan_skilti_20220502.jpg
 
Mynd til að hafa með dómi Héraðsdóms_edited.jpg

Ára­tugi á bið­lista hjá Borginni?

- grein Ólafs Hilmars Sverrissonar á vísir.is um þrautagöngu Kjartans sonar hans

Í byrjun þessa árs varð Kjartan Ólafsson, 25 ára. Slík tímamót þykja mörgum nokkuð markverð en ólíkt flestum jafnöldrum sínum vildi hann ekkert vita af afmælinu og neitaði því staðfastlega að hann hefði elst.
Ástæðu þessara viðbragða má rekja til þess að Kjartan er bæði einhverfur og með verulegt þroskafrávik vegna Downs heilkennis. Kjartan er einnig með sykursýki. Líf Kjartans er því flókið og hann á mikið undir því að sú þjónusta ...

 
 

Borgin dæmd fyrir að sinna ekki lögbundnu hlutverki

Héraðsdómur Reykjavíkur þann 16. júní 2021 í máli Kjartans Ólafssonar gegn Reykjavíkurborg þar sem kom fram að það væri andsætt lagaboðum að hafa engan raunverulegan biðlista fyrir fólk sem á rétt á sérhæfðu húsnæði með tilliti til þroskaskerðingar og heilsubrests. Reykjavíkur borg er því samkvæmt dómnum sökuð um að hafa vísvitandi látið undir höfuð leggjast að gera einstaklingsbundna áætlun um að útvega Kjartani húsnæði (sem vitað hefur verið frá fæðingu hans að hann myndi þurfa) sem séu brot gegn 8. gr. reglugerðar nr. 370/2016, sbr. 2. mgr. 34. gr. laga nr. 38/2018. Reykjavíkurborg hefur enn ekki upplýst Kjartan um hvenær hann megi vænta úthlutunar, né hefur húsnæði verið úthlutað með gegnsæjum hætti þannig að Kjartani væri staða sín ljós.

kjatran_hedder_700x700.jpg
kjartan_frettabladid.jpg

Foreldrar Kjartans Óttast að hann lifi sig

Helena Rós Sturludóttir blaðamaður Fréttablaðsins átti helgarviðtal við foreldra Kjartans, þau Ragnheiði og Ólaf sem hafa sem aðstandendur barist fyrir rétti Kjartans til húsnæðissúræðis fyrir fatlað fólk. Í viðtalinu fer Helena Rós yfir álagið sem hvílir á aðstandendum fatlaðra í Reykjavík og hvernig þeim er í raun haldið í gíslingu af borginni þrátt fyrir að um árabil hafi legið fyrir að Kjartan ætti rétt á húsnæðisúrræði samkvæmt lögum, sem staðfest hefur verið með héraðsdómi. Þess má geta að umfjöllunin vakti töluverða athygli en um 700 manns hafa þegar deilt Fréttablaðsgreininni á samfélagsmiðlum sem er mjög mikið.

Samtal mbl.is við móður Kjartans, Ragnheiði

Aðstandendur Kjartans fóru víða um Reykjavík í aðdraganda kosninga með „Pappa Kjartan“ þar sem stöðu hans var lýst í fáeinum setningum á léttu pappaskilti en Kjartan sem á rétt á búsetu úrræði við hæfi fær ekki einu sinni að vita númer hvað hann er á lista eftir úrræði. Í samtali við mbl.is lét Ragnheiður, móðir Kjartans, hafa eftir sér að með þessu móti [þar sem ekki sé vitað númer hvað Kjartan sé á listanum] muni móðir hans enda með hann á elliheimili áður en hann fái úrlausn sinna mála. Almennt var hinsvegar tekið vel á móti „Pappa Kjartani“ af öllum flokkum og eru því miklar vonir bundnar við að hann, og aðrir í hans stöðu, fái úrlausn sinna mála og vandinn verði ljós með því að gefa fólki upp númer hvað það er á biðlistanum, í samræmi við lög.

kjartan_mbl.jpg
kjartan_frettabladid_frett.jpg

Góðar móttökur flokkanna

Allir stjórnmálaflokkar tóku vel á móti aðstandendum Kjartans eins sást í frétt Fréttablaðsins þar sem „Pappa Kjartan“ stillti sér upp víðsvegar um bæinn með frambjóðendum til borgarstjórnar. Miðað við hve góðar móttökurnar voru standa vonir til að Reykjavíkurborg dragi áfrýjun í dómsmáli Kjartans til baka og fari að lögum og leysi úr vanda Kjartans og annarra í sömu stöðu.

Einar Þorsteinsson tekur sér stöðu með Kjartani

Aðstandandur Kjartans Ólafssonar ræddu málefni Kjartans við oddvita Framsóknarflokksins í höfuðborginni, Einar Þorsteinsson, á dögunum og var vel tekið á móti þeim. Kjartan háir baráttu fyrir dómstólum til að fá borgina til að viðurkenna rétt sinn til þess að vita númer hvað hann er á lista borgarinnar eftir þjónustuúrræði sem hann á þó rétt á samkvæmt lögum. Kjartan er einn af sennilega 46 sem bíður eftir sínu úrræði þrátt fyrir að það hafi verið vitað frá því að hann fæddist að hann myndi þurfa úrræði borgarinnar. 25 árum síðar, er Kjartan enn að bíða og nýtur ekki þeirrar mannhelgi sem okkur öllum ber.

Taktu líka stöðu með Kjartani og gegn því að aðstandendur séu samviskukúgaðir af borginni til að sinna hlutverkum sem borginni ber að sinna samkvæmt lögum. Deildu til að styðja við Kjartan.

Allir flokkar tóku vel á móti Kjartani eins og sjá má og því ljóst að borgin hlýtur að leysa úr vanda hans og annarra fljótt eftir kosningar